Fræðslufundur Sögufélags Árnesinga

skrifað 22. mar 2010

Fræðslufundur Sögufélags Árnesinga, sem féll niður í síðasta mánuði, verður í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn 25. mars kl. 20:30. Þorgrímur Gestsson flytur erindi um verkalýðsbaráttu i Ölfusi og Hveragerði á síðustu öld og þá sérstaklega um Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðann og Verkalýðs- og smábændafélag Ölfushrepps. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Stjórn Sögufélags Árnesinga