Fjölmennum og hvetjum til sigurs

skrifað 22. mar 2010

Nú er komið að úrslitaeinvíginu, í undanúrslitaleikjum Hamars og Keflavíkur, þriðjudaginn 23. mars kl. 19:15. Þær sigruðu glæsilega á sunnudagskvöldið þannig að staðan er jöfn, Hamar hefur unnið 2 leiki og sama er með Keflavíkurstúlkur. Fjölmennum og hvetjum stelpurnar til sigurs þannig að þær spili til úrslita í Iceland Express deild kvenna. Þær eru búnar að standa sig frábærlega og þurfa á okkur að halda til að komast alla leið.