ÚTBOÐ SLÁTTUR OG HIRÐA Á OPNUM SVÆÐUM

skrifað 01. mar 2010

Mannvirkja- og umhverfissvið Hveragerðisbæjar óskar eftir tilboðum í slátt og hirðu á opnum svæðum bæjarins. Um er að ræða manir með mismiklum halla og slétt svæði. Svæðin hafa fjögur mismunandi þjónustustig.
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 18. mars á Mannvirkja- og umhverfissviði Hveragerðisbæjar að Sunnumörk 2, kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Afhending útboðsgagna er í afgreiðslu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2 frá og með miðvikudeginum 3. mars á skrifstofutíma ( kl. 10:00 - 15:00 ).
Nánari upplýsingar veitir Elfa D. Þórðardóttir, mannvirkja - og umhverfisfulltrúi í síma 483-4000.