Soffía Valdimarsdóttir fjallar um lopapeysur í prjónakaffi.

skrifað 22. feb 2010

Mánudaginn 1. mars n.k. verður prjónakaffi í Bókasafninu í Hveragerði, en við hittumst venjulega fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl. 20-22. Í þetta sinn verðum við svo heppnar að fá í heimsókn til okkar Soffíu Valdimarsdóttur, sem margir Hvergerðingar þekkja. Soffía er nú að ljúka námi í þjóðfræði og fjallar lokaverkefni hennar um lopapeysur í þjóðfræðilegu samhengi. Hún hefur grafið upp ýmislegt merkilegt varðandi peysurnar og ætlar að leyfa okkur að heyra undan og ofan af niðurstöðum sínum. Það verður eflaust bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlusta á hana.
Allir eru velkomnir með handavinnuna sína eða jafnvel bara til að hlusta og spjalla.