Nýliðakynning Hjálparsveitar skáta

skrifað 01. feb 2010

Hjálparsveit skáta í Hveragerði ætlar að halda kynningu á nýliðastarfi sveitarinnar þann 6. febrúar næstkomandi. HSSH langar til að bjóða öllum þeim sem hafa áhuga á hjálparsveitarstarfi til að mæta í hús okkar klukkan 13:00 og kynna sér starfið en að sjálfsögðu er þetta félagið opið fólki á öllum aldri, en þó verða félagamenn að hafa náð 18 ára aldri, Verður boðið uppá kynningar allra flokka sveitarinnar þar sem kynnt verður fjallabjörgun, skyndihjálp, bílaflokk og fleira. Einnig verða léttar veitingar í boði. Sveitin er búin að starfa síðan 23.september 1975 og hefur haft mikið að gera síðan þá. Helst er þá að minnast á regluleg útköll á hina vályndu Hellisheiði á veturnar, árvissar flugeldasýningar, fjáraflanir, sjúkragæslur og almennar gæslur á hinum ýmsu stöðum á landinu. Einnig eru regluleg námskeið í hinum ýmsu þáttum starfsins allt frá móttöku þyrlu til fjallabjörgunar. Mikilvægt er að eiga sterkan og góðan hóp í heimabyggð sem er reiðubúinn að sinna þessum störfum, skemmst er að minnast Suðurlandsskjálftans og hin ýmsu ofsaveður sem gengið hafa yfir á undanförnum misserum. Viljum við því hvetja fólk að mæta og kynna sér málið. Fyrir hönd HSSH Lárus Kristinn Guðmundsson, formaður