Áramótabrenna og þrettándagleði

skrifað 31. des 2009

**Áramótabrenna** Kveikt verður í áramótabrennu á gamlárskvöld kl 20:30 við Þverbrekkur. Starfsmenn bæjarins munu sjá um alla framkvæmd við brennuna. Að gefnu tilefni er tekið fram að ekki er leyfilegt að vera með flugelda við brennu vegna þeirrar hættu sem það getur skapað. Flugeldasýning verður í umsjón Hjálparsveitar Skáta. Styrktaraðilar sýningarinnar eru Hveragerðisbær, Kjörís og Dvalarheimilið Ás. **Kátt er á Fossflöt á þrettándanum ** Jólin verða kvödd á þrettándanum með blysför frá kirkjunni kl. 18:00 og gengið í fylkingu að Fossflöt. Félagasamtök í bænum verða virkir þátttakendur í gleðinni ásamt bæjarbúum. Allir eru hvattir til að koma í búningum til að skapa sanna þrettánda stemmningu. Bæjarstjórn Hveragerðis og bæjarstarfsmenn óskaHvergerðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum gott samstarf og ánægjulegar samverustundir á liðnum árum.