Flugeldasala Hjálparsveitarinnar

skrifað 23. des 2009

Kæru Hvergerðingar Nú gengur í garð hátíð ljóss og friðar og óskar Hjálparsveit Skáta Hveragerði bæjarbúum öllum gleðilegra og slysalausra jóla. Um leið þökkum við stuðningin á árinu og sérstaklega góðar móttökur við sölu neyðarkallsins nú í haust. Á milli jóla og ný árs hefst svo okkar stærsta fjáröflun, flugeldasalan, og vonumst við til að sjá sem flesta. Flugeldasalan verður opin sem hér segir: > 28. desember 10:00 - 22:00 > 29. desember 10:00 - 22:00 > 30. desember 10:00 - 22:00 > 31. desember 10:00 - 16:00 > Hlökkum til að sjá ykkur. Gleðileg jól og farsælt komandi ár, Kveðja félagar Hjálparsveitar Skáta Hveragerði.