Íbúafundur um loftborið íþróttahús !

skrifað 09. des 2009

Bæjarstjórn boðar til íbúafundar til kynningar á hugmyndinni um loftborið íþróttahús, svokölluðu Mjúkhýsi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 10. desember kl. 20, í sal Grunnskólans. Frummælendur verða: Peter Jessen og Ari Guðmundsson, verkfræðingar VST Per Thore Nielsen, umboðsmaður [Duol][1] í Skandinavíu. Inga Hersteinsdóttir, brunahönnuður VSI Fulltrúar frá ÍA og Akranesbæ að ósk A-listans Lúðvík S. Georgsson formaður mannvirkjanefndar KSÍ Fyrirspurnir og umræður Allir sem áhuga hafa á uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði eru hvattir til að mæta og kynna sér málið frá fyrstu hendi. Bæjarstjóri [1]: http://www.duol.si/