Athugasemdir vegna Suðurlandsvegar frá Hveragerði og austur fyrir Selfoss.

skrifað 09. des 2009

Frá 11. des. 2009 til 29. janúar 2010 liggur frammi í bókasafninu, til kynningar fyrir almenning, frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum ofangreindrar framkvæmdar. Allir hafa rétt á að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 29. janúar 2010 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Frummatsskýrsluna er einnig að finna á heimasíðu verkfræðistofunnar Eflu [www.efla.is][1]. Nánari upplýsingar veitir Skipulagsstofnun. [1]: http://www.efla.is/