Jólaföndur Foreldrafélags Grunnskólans

skrifað 08. des 2009

Árlegt jólaföndur Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði verður haldið í Grunnskólanum miðvikudaginn 9. desember næstkomandi, kl. 16-19. Fjölbreytt föndur verður til sölu (engir posar). Foreldrafélagið mun selja keramik til að mála og biðjum við því alla sem hafa áhuga á því að taka með sér pensla og gostappa undir málningu. Nemendur yngri bekkja komi í fylgd með fullorðnum og má bjóða öðrum fjölskyldumeðlimum með sér. Munið að taka með ykkur skæri, lím, heftara, liti og síðast en ekki síst jólaskapið. Jólaföndurkveðja Stjórn Foreldrafélagsins