Jóla-prjónakaffi og handavinnusýning í bókasafninu

skrifað 07. des 2009
Mánudagskvöldið 7. desember kl. 20-22 verður prjónakaffi í bókasafninu.
Það væri gaman ef einhverjir gætu komið með jólahandavinnu eða eitthvað annað skemmtilegt til að sýna hinum. Sett hefur verið upp ný sýning í safninu á vefnaði og útsaumi Guðrúnar Þórðardóttur og verður hún formlega opnuð í prjónakaffinu. Eitthvað hefur bæst við af prjónabókum og -blöðum, svo það verður nóg að skoða.
Eigum góða stund saman, prjónum, hlustum á upplestur og fáum kaffi og piparkökur.
Allir velkomnir.

Lesið fyrir börnin

Þriðjudaginn 8. desember kl. 16:30 verður lesið úr nýjum barna- og unglingabókum í bókasafninu. Meðal annars verður lesið úr bókunum Hetjur eftir Kristínu Steinsdóttur og Jón Ólafur með dauðann á hælunum eftir Kikku. Allir velkomnir.

Þriðjudagslestur og sýning á "servíettumyndum" Braga í Eden.

Þriðjudagskvöldið 8. desember kl. 20 verður lesið úr nýjum bókum í bókasafninu. Bjarni Harðarson les úr bók sinni Svo skal dansa, Pjetur Hafstein Lárusson les úr bók sinni um Stefán frá Möðrudal sem var endurútgefin nú í haust, Þorsteinn Antonsson kynnir bók sína og Normu Samúelsdóttur, Hveragerði, búsetusaga, og Norma les úr bókinni. Eyþór Ólafsson og e.t.v. fleiri lesa úr nýju efni.
Þorsteinn Antonsson hefur sett upp sýningu á "servíettumyndum" eftir Braga Einarsson í Eden, en sýningin stendur eitthvað áfram.

Einnig er í safninu lítil sýning á gömlu jólaskrauti og jólakortum sem stendur fram að jólum.