Seinkun verður á þriggja tunnu kerfinu

skrifað 04. des 2009

Fréttatilkynning frá Íslenska Gámafélaginu: Um leið og starfsfólk Íslenska Gámafélagsins óskar Hvergerðingum til hamingju með ákvörðun sína um endurvinnslu úrgangs frá heimilum¸ viljum við benda íbúum á að formleg flokkun átti að hefjast 1. desember næstkomandi en henni seinkar um 10-15 daga. Einnig viljum við benda íbúum Hveragerðisbæjar á að allir fá afhenda litla körfu undir lífræna úrganginn ásamt heilli rúllu af maíspokum, þetta auðveldar íbúm enn frekar við flokkunina. Þess má geta að allir lífrænir pokar verða fáanlegir í Bónus í Hveragerði. Við vonumst til að seinkunin komi ekki að sök og hlökkum til að verða ykkur til aðstoðar, Kær kveðja, Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 577-5757 eða [www.flokkarinn.is][1] [1]: http://www.flokkarinn.is/