Sýningalok, listamannaspjall, gítarhljómar og jólastemning í Listasafni Árnesinga 6.des.

skrifað 03. des 2009

[][1]

Næst komandi sunnudag, 6. desember er komið að lokum sýninganna ÞRÆDDIR ÞRÆÐIR og EINU SINNI ER í Listasafni Árnesinga. Af því tilefni er boðið til listamannaspjalls mili kl. 15 og 16. Þráðlistakonurnar Hildur Hákonardóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Hildur Bjarnadóttir verða á staðum sem og margir listamannanna sem verk eiga á handverks og hönnunarsýningunni. Þau munu ræða við gesti um verk sín og sýningarnar, en þær hafa verið afar vel sóttar og hlotið jákvæðar viðtökur. Nánari upplýsingar um höfunda verkanna og sýningarnar er að finna á heimasíðu safnsins.

Í tengslum við tíðarandann verður einnig boðið upp á notalega jólastemningu í kaffistofunni þar sem hægt verður að fá sér heitt súkkulaði með piparkökum og kl. 16:30 mun Hörður Friðþjófsson leika nokkur jólalög á gítar.

Í listasmiðju hafa gestir aðgang að teikniáhöldum og þar má einnig skoða nokkarar teikningar úr safneigninni.

Það er því margt sem hvetur gesti til að njóta góðra samverustunda í Listasafni Árnesinga þennan síðasta sýningardag þessa árs.
Safnið er opið fimmtud.-sunnud. kl. 12-18

Góðar kveðjur, Inga Inga Jónsdóttir safnstjóri Listasafn Árnesinga Austurmörk 21 810 Hveragerði sími: 483 1727 gsm: 895 1369 [www.listasafnarnesinga.is][1] [1]: http://hveragerdi.is/pages/adrarsidur/tilkynningar/www.listasafnarnesinga.is%20