Leiðrétting í viðburðadagatali

skrifað 30. nóv 2009

Í fréttabréfinu sem kom út um miðjan nóvember misrituðust nokkur atriði í viðburðadagtalinu og biðjumst við velvirðingar á því. Þann 12. desember verður glugginn í jóladagatali bæjarins opnaður við Álnavörubúðina kl. 13 en ekki við Iðavelli/Eden. Jólafótbolti yngri flokka Hamars verður laugardaginn 12. des. kl. 13 en ekki þann 11. des. Einnig misrituðust vikudagar þann 27. og 28. desember. En 27. des er sunnudagur og verður þann dag jólaball fyrir þau allra yngstu á Hótel Örk. Mánudaginn 28. des. opnar flugeldasala hjá Hjálparsveit Skáta að Austurmörk 9. [Á heimasíðu bæjarins má finna leiðrétt viðburðadagatal til útprentunar.][1] [1]: http://hveragerdi.is/iw_cache/2021_j%C3%B3l%C3%ADb%C3%A6.pdf