Aðventutónleikar í Hveragerðiskirkju

skrifað 27. nóv 2009

Aðventutónleikar Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna verða haldnir í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 29. nóvember kl. 20:00 Fjölbreytt tónlistardagskrá undir stjórn Gróu Hreinsdóttur organista. Fermingarbörn flytja helgiþátt. Ræðumaður: Sigurður Sigurðsson dýralæknir Eigum saman notalega stund í upphafi jólaföstu Aðgangur ókeypis