Starfsmann vantar við Sundlaugina Laugaskarði !

skrifað 25. nóv 2009

Hveragerðisbær óskar eftir að ráða starfsmann við Sundlaugina Laugaskarði, 100 % starf. Starf sundlaugarstarfsmanns er vaktavinna sem felur m.a. í sér umsjón og eftirlit á sundlaugarmannvirkjum og búningsklefum, ræstingu og öðru því sem mannvirkinu tilheyrir. Hæfniskröfur: Starfsmaður þarf að vera mjög vel syndur og/eða hafa hæfnispróf sundstaða og skyndihjálparnámskeið. Hreint sakavottorð og vera góður í mannlegum samskiptum. Umsóknum skal skila til skrifstofu Hveragerðisbæjar á eyðublöðum sem þar fást fyrir 11. desember næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir menningar- og frístundafulltrúi í síma 483-4000.