Rafmagnsleysi á hluta af bænum á miðvikudaginn 25. nóvember

skrifað 24. nóv 2009

Samkvæmt upplýsingum frá RARIK verður rafmagnslaust, vegna vinnu í spennistöð, á milli kl. 10 - 16 miðvikudaginn 25. nóvember í eftirfarandi götum: Heiðmörk 1-5, Borgarhrauni 1-24, Kambahrauni 1-32 og öllum Dynskógum. Einnig má búast við rafmagnstruflunum í Laufskógum, Frumskógum, Varmahlíð, Hverahlíð, Bröttuhlíð og Klettahlíð á þessum tíma.