Prinsessan á Bessastöðum í Bókasafninu í Hveragerði í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi.

skrifað 05. nóv 2009
Laugardaginn 7. nóvember kl. 14:30 les Gerður Kristný úr bók sinni Prinsessan á Bessastöðum og sýnir myndir úr bókinni. Bókin er miðuð við 5-10 ára börn, en auðvitað eru "börn á öllum aldri" velkomin í safnið til að hlusta á skemmtilegan upplestur.