Myndlistarsýning Örvars og Péturs í bókasafninu - sýningaropnun.

skrifað 05. nóv 2009

Föstudaginn 6. nóvember opnar myndlistarsýning Örvars Árdal Árnasonar og Péturs Reynissonar í Bókasafninu í Hveragerði. Margir Hvergerðingar kannast við myndlist Örvars og það verður gaman að sjá nýjar myndir eftir hann. Hann hefur sýnt víða, bæði einn og með öðrum. Þetta er fyrsta sýning Péturs á myndum sínum, en hann er lærður ljósmyndari.
Sýningin verður opnuð með pompi og prakt kl. 18 og við vonumst til að sjá sem flesta. Örvar og Pétur verða á staðnum.


Common Knowledge, mynd eftir Örvar


Spiderman, mynd eftir Pétur