Hannyrðaverslunin Nálin með kynningu á prjónakaffi í Hveragerði

skrifað 27. okt 2009

Þann 2. nóvember n.k. verður mánaðarlegt prjónakaffi í Bókasafninu í Hveragerði kl. 20-22. Í þetta sinn fáum við heimsókn frá hannyrðaversluninni Nálinni í Reykjavík. Nálin selur alls konar hannyrðavörur, til útsaums, prjóns o.fl. og heldur námskeið. Á heimasíðunni [www.nalin.is][1] er einnig að finna netverslun og uppskriftir. Á mánudagskvöldið verða námskeiðin þeirra kynnt og við fáum að sjá sýnishorn af ýmiss konar prjónavörum garni og fleiru spennandi. Allir velkomnir með handavinnuna og góða skapið. [1]: http://www.nalin.is/