Borgarafundur um 3.tunnu sorphirðukerfið

skrifað 27. okt 2009

Kynningarfundur um nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Hveragerði, 3. tunnu kerfið, verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði, miðvikudagskvöldið 28. október kl. 20. Fulltrúar Íslenska Gámafélagsins munu kynna hið nýja fyrirkomulag sem felur í sér að settar verða þrjár sorptunnur við hvert heimili í bæjarfélaginu í byrjun desember. Þaðan í frá þurfa allir að flokka lífrænan úrgang í sérstaka tunnu, endurvinnanlegur úrgangur fer í grænu tunnuna sem margir kannast viðen óendurnýtanlegt sorp fer í gráu tunnuna sem allir þekkja. Markmiðið með þessari breytingu er að minnka það sorp sem fer til urðunar með öllum tiltækum ráðum en eins og allir vita þá mun urðunarstaðurinn að Kirkjuferju loka þann 1. desember og þá verður að flytja allt sorp til urðunar í Álfsnesi með tilheyrandi kostnaði fyrir bæjarbúa. Það er mikilvægt að íbúar kynni sér vel þær breytingar sem í vændum eru og fjölmenni á kynningarfundinn í kvöld.