Garnbudin.is með kynningu á prjónakaffi í Hveragerði

skrifað 23. sep 2009

Þann 5. október n.k. verður, á milli kl. 20 og 22, mánaðarlegt prjónakaffi í Bókasafninu í Hveragerði. Þá fáum við Ingu Hrönn frá Garnbúðinni á Akranesi í heimsókn og hún verður með kynningu á fallegu og skemmtilegu garni, prjónasettum og fleiru sem Garnbúðin hefur til sölu. Garnbúðin er netverslun, en hefur einnig opið þrjá eftirmiðdaga í viku. Allir velkomnir með handavinnuna og góða skapið.