Afreks – og styrktarsjóður Hveragerðisbæjar auglýsir styrki

skrifað 17. sep 2009

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir styrki úr Afreks - og styrktarsjóði Hveragerðisbæjar.
Markmið sjóðsins eru:
• að veita afreksíþróttafólki með lögheimili í Hveragerðisbæ fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
• að veita íþróttahópum í íþróttafélögum í Hveragerðisbæ sem náð hafa afburðaárangri, fjárhagslegan styrk og gera þeim kleift að búa sig enn betur undir áframhaldandi keppni.
• að veita árlega styrki og viðurkenningar fyrir unnin afrek í íþróttum.

Úthlutun styrkja fer fram í október nk.

Hægt er að nálgast umsóknareyðublað á heimasíðu bæjarins eða á bæjarskrifstofu.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum þurfa að berast til menningar- og frístundafulltrúa fyrir 1. október næstkomandi, merkt:
AFREKS - OG STYRKTARSJÓÐUR Hveragerðisbæjar - UMSÓKN.

Nánari upplýsingar veitir Jóhanna M. Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi í sima 483 4000 eða jmh@hveragerdi.is

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd