Skólaselið auglýsir eftir leikmunum.

skrifað 08. sep 2009

Ágætu foreldrar og forráðamenn Nú erum við að skipuleggja starfið á skólaselinu og langar til að bjóða börnunum uppá að velja leiklist í hópastarfi. En til þess vantar okkur búninga, kjóla, pils, blússur ofl. Einnig vantar okkur ýmsa fylgihluti, s.s. veski, hanska, slæður, hatta, skart og fl. Okkur langar að biðja ykkur að athuga hvort ekki leynist eitthvað í gömlu dóti hjá ykkur sem þið gætuð gefið okkur í þetta starf. Ef þið eigið dúkkur sem vantar leikfélaga þá vantar okkur dúkkur í mömmuleikinn (eitthvað líkt Baby Born). Ef einhver á alltof mikið af garni þá höfum við einnig not fyrir það í ýmsa handavinnu. Að lokum langar mig að benda ykkur á [nýja frétt á heimsíðu skólans][1] um gönguferð 1., 5. og 10. bekkjar. Með fyrirfram þökk og bestu kveðjum Starfsfólk skólasels [1]: http://hveragerdi.ismennt.is/