Söngleikja- og kvikmyndatónlist í Hveragerðiskirkju.

skrifað 07. sep 2009
Mánudagskvöldið 14. sept. n.k. flytur Kvartettinn HeiðAndréScotToggi lög í skemmtilegum útsetningum eftir franska tónskáldið Michel Legrand (1932), en hann er helst þekktur fyrir að semja söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir.


Kvartettinn skipa: Heiða Árnadóttir, söngur, Andrés Þór Gunnlaugsson, gítar, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi og Scott McLemore, trommur.


Á efnisskránni eru meðal annars eftirtalin lög: "What are you doing the rest of your life" úr kvikmyndinni "The Happy ending", "How do you keep the music playing" úr myndinni "Best friends"(1982), "Windmills of your mind" úr myndinni "The Thomas Crown affair"(1968), "The summer knows" úr myndinni "Summer of '42"(1971) og "I will wait for you" úr söngleiknum "The Umbrellas of Cherbourg" (1965)

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er kr. 1000.
Tónleikarnir eru á vegum THÖ í samstarfi við FÍT og FÍH, með styrk frá Menntamálaráðuneytinu.