Leikskólakennarar/starfsfólk óskast !

skrifað 04. sep 2009

Leikskólinn Óskaland Finnmörk 1, Hveragerði auglýsir eftir leikskólakennurum/starfsfólki til starfa nú þegar. Til greina kemur að ráða fólk með aðra menntun/reynslu. Lögð er áhersla á jákvæð og hlýleg samskipti og jákvæðan starfsanda. Starfað er samkvæmt Malaguzzi frá Reggio Emilia á Ítalíu. Sérstök áhersla er lögð á eflingu á félagslegri færni í anda Kari Lamer. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði. Upplýsingar veitir leikskólastjóri Gunnvör Kolbeinsdóttir í síma 4834139. Netfang: oskaland@hveragerdi.is Umsóknarfrestur er til 12. september 2009