Lok Sumarlestrar í bókasafninu

skrifað 26. ágú 2009

Þátttakendur í Sumarlestri Bókasafnsins í Hveragerði og Grunnskólans í Hveragerði eru vinsamlegast beðnir um að skila lestrarmiðum í bókasafnið miðvikudaginn 26. ágúst. Allir þátttakendur fá eða hafa fengið happdrættismiða, en dregið verður í Sumarlestrarhappdrættinu laugardaginn 29. ágúst á útitónleikum í miðbænum kl. 14-16. Aðrar viðurkenningar verða veittar í bekkjaheimsóknum í haust.