Blómstrandi bókamarkaður í bókasafninu

skrifað 26. ágú 2009

Bókamarkaðurinn í bókasafninu er orðinn fastur liður á Blómstrandi dögum. Eins og undanfarin ár verða gamlar bækur og nýlegar bækur (jafnvel einhverjar enn í plastinu), fræðibækur, skáldsögur, barnabækur, tímarit og fleira á markaðnum. Allt er þetta auðvitað á gjafverði og jafnvel hægt að prútta um afslátt ef mikið er keypt.

Safninu hefur borist fjöldi bóka að gjöf og kunnum við gefendum bestu þakkir fyrir. Við nýtum það sem við getum af gjafabókunum en það sem ekki nýtist fer á bókamarkaðinn ásamt bókum sem við höfum grisjað úr hillum. Dálitið er einnig af tímaritum og barnabókum.

Bókamarkaðurinn hefst föstudaginn 29. ágúst og verður síðan opinn eitthvað fram í september.