Kvæðadagskrá Iðavalla fellur niður

skrifað 24. ágú 2009

Söngva- og kvæðadagskráin, Tökum undir, Fornir söngvar fyrir ferðafólk sem átti að vera á Blómstrandi dögum föstudaginn 28. ágúst á Iðavöllum/Eden, fellur niður vegna veikinda. Í staðinn munu einherjar/víkingar ganga um svæðið í fullum skrúða föstudag kl. 18 - 20, laugardag og sunnudag frá kl. 13 - 18.