Forsala á tónleika Þursaflokksins

skrifað 24. ágú 2009

Hinn íslenzki Þursaflokkur verður með tónleika í Hveragerðiskirkju föstudagskvöldið 28. ágúst næstkomandi á bæjarhátíðinni Blómstrandi dagar. Forsala er hafin á Bókasafninu, Sunnumörk 2. Ekki er tekið við greiðslukortum. Miðaverð er kr. 2000 í forsölu en 2500 kr. við innganginn.