Óskilamunir eftir Blóm í bæ

skrifað 02. júl 2009

Nokkrir óskilamunir eru eftir garðyrkju- og blómasýninguna Blóm í bæ. Þar má telja fleecepeysu, hettupeysu, fleecehúfu og minniskort í stafræna myndavél. Einnig eru hér 3 sólblóm sem voru ómerkt í sólblómasamkeppninni. Þessa hluti geta eigendur sótt á bæjarskrifstofuna í Sunnumörk 2 (verslunarmiðstöðin).