Margt í boði fyrir smáfólkið á Blóm í bæ

skrifað 26. jún 2009

Smáfólkið hefur nóg fyrir stafni á blómasýningunni en Barnaheimur Byko er staðsett á leiksvæði skólans og býður upp á hoppukastala o.fl. Leikhópurinn Blómabörn sýnir leikrit sem var sérstaklega sett upp fyrir Garðyrkju- og blómasýninguna. Leiksýningarnar eru fyrir alla fjölskylduna í skrúðgarðinum á laugardag kl. 13, 15 og 17. Laukaball með Hara-systrum verður á Laukasviðinu við íþróttahúsið kl. 15 á laugardag. Á tjaldsvæði bæjarins eru skátaleiktæki fyrir börnin og rúnaristur.