Ráðstefna í tengslum við blóma- og garðyrkjusýninguna Blóm í bæ.

skrifað 19. jún 2009

Ráðstefna, í tengslum við blóma- og garðyrkjusýninguna Blóm í bæ í Hveragerði, verður haldin í Landbúnaðarháskólanum að Reykjum föstudaginn 26. júní og hefst kl. 13. Dagskrá hennar er þannig: 13:00 - 13:10 Setning 13:10 - 13:35 Saga garðlistar á Íslandi - Samson B. Harðarson 13:35 - 14:00 Garðurinn hennar ömmu, mömmu, minn.. - Ásta Camilla Gylfadóttir 14:00 - 14:20 Plöntuval í görðum - Guðríður Helgadóttir 14:20 - 14:40 Efnisval í görðum - Þorkell Gunnarsson, skrúðgarðyrkjumeistari 14:40 - 15:00 Kaffihlé 15:00 - 15:30 Fjölbreyttir garðar á Íslandi - á mörkum hins ótrúlega. Kristinn H. Þorsteinsson 15:30 - 16:00 Framtíð garðræktar á Íslandi (á léttu nótunum) - Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður GÍ