Nýr opnunartími þjónustumiðstöðvar Driftar

skrifað 08. jún 2009

Nýr opnunartími þjónustumiðstöðvar Driftar hefur tekið gildi frá byrjun júní. Er nú opið á mánudögum og fimmtudögum frá 10:00-14:00 og er ávalt heitt kaffi í boði sem og léttar veitingar í hádeginu. Styrktaraðilar Driftar eru Icelandic glacial, Kjörís og Almars bakarí.

Í húsnæði Driftar hefur Rauði krossinn í Hveragerði opnað littla Rauða kross fataverslun þar sem hægt er að gera góð kaup á notuðum fötum fyrir alla aldurshópa. Er verslunin opin á opnunartíma þjónustumiðstöðvarinnar og taka sjálfboðaliðar vel á móti öllum viðskiptavinum.