Minnt er á málþing um atvinnumál

skrifað 25. maí 2009

Málþing í Grunnskólanum í Hveragerði
þriðjudaginn 26. maí 2009, klukkan 20.

Bæjarstjórn boðar til málþings þar sem kynnt verða þau tækifæri sem í boði eru fyrir fólk sem lúrir á góðum hugmyndum varðandi atvinnusköpun en þekkir ekki þá farvegi og möguleika sem fyrir hendi eru við nýsköpun. Höfðuáhersla verður lögð á að virkja skapandi hugsun og hugmyndir þátttakenda til hagsbóta fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.
Dagskrá:
20:00-20:15 Nýsköpunarmiðstöð Íslands
20:15-20:30 Atvinnuþróunarfélag Suðurlands
20:30-20:50 Stjórnendur fyrirtækja í Hveragerði
-Ólafur Sigurðsson, HNLFÍ
-Valdimar Hafsteinsson, Kjörís ehf
-Ólafur Reynisson, Kjöt og kúnst ehf
-Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dvalarheimilinu Ási.
20:50-21:20 Pétur Guðjónsson, stjórnunarráðgjafi, fjallar um möguleika í erfiðri stöðu og stýrir hópumræðum í kjölfarið.
Fundarstjóri: Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri

Að kynningum loknum verða umræður í smærri hópum um það hvernig hægt er að virkja orkuna sem býr í íbúum og bæta samfélagið.

Allir Hvergerðingar sem áhuga hafa á bættu bæjarfélagi
eru hvattir til að mæta á fjörugt og skemmtilegt málþing.

Aðgangur ókeypis.