Steingrímsmótaröðin í golfi

skrifað 13. maí 2009

Í dag, miðvikudaginn 13. maí, hefst miðvikudagsmótaröðin sem nú hefur fengið nafnið Steingrímsmótaröðin. Með því vill Golfklúbbur Hveragerðis heiðra minningu Steingríms Sæmundssonar sem féll frá síðastliðið haust. Steingrímur var einn af stofnendum GHG og helsta driffjöður þeirra sem lögðu gríðarlega vinnu af hendi til þess að gera völlinn í Gufudal og golfklúbbinn að veruleika. Mótið er tvískipt, 9 holu punktamót og 18 holu punktamót.