Matjurtaræktun.

skrifað 07. maí 2009
Íbúum Hveragerðisbæjar stendur til boða námskeið í ræktun matjurta fimmtudaginn 7. maí kl. 20.00 í sal Grunnskólans.
Á námskeiðinu verður farið yfir ræktun ýmissa matjurta, áburðargjöf og fleira.
Einnig stendur til boða ráðgjöf varðandi fellingu trjáa og annað sem við kemur garðyrkjumálum í Hveragerðisbæ.Leiðbeinandi er Elfa Dögg Þórðardóttir, Mannvirkja- og umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar og er aðgangur ókeypis.
Skráning í síma 483-4000 og á netfangið elfa@hveragerdi.is