Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna í Laugaskarði

skrifað 21. apr 2009

Í dag, þriðjudaginn 21. apríl, byrjar skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna. Námskeiðið verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:15. Alls verða þetta 8 skipti og er námskeiðsgjald kr. 6.000,-
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn sundlaugar í síma 483-4113 eða á staðnum.