Matjurtagarðar í Hveragerði

skrifað 27. mar 2009

Í sumar verða útbúnir matjurtagarðar sem íbúar Hveragerðisbæjar munu geta fengið afnot af. Garðarnir verða afhentir 25. maí tættir og jarðvegsbættir og því tilbúnir til útplöntunar. Fyrirhuguð staðsetning garðana er við Þelamörk og/eða við Sundlaugina Laugaskarði. Nánar verður auglýst nákvæmt fyrirkomulag og staðsetning garðanna.
Sækja verður um leigu á görðum á skrifstofu bæjarfélagsins að Sunnumörk 2, eða á [heimasíðu sveitarfélagsins][1].
Hægt er að velja um 3 stærðir á görðum og eru þær 10m2, 20m2 og 40m2. Séu uppi óskir um aðrar stærðir garðlanda verður að taka slíkt fram í umsókn.
Umsóknarfrestur rennur út 10. maí.
Allar nánari upplýsingar gefur umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar í síma 483-4000 og í gegnum netfangið elfa@hveragerdi.is
Elfa Dögg Þórðardóttir
Mannvirkja- og umhverfisfulltrúi Hveragerðisbæjar.
[1]: http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/Umhverfism%C3%A1l/Matjurtagar%C3%B0ar%202009.pdf