Kynningarfundur um fyrirhugaða tvöföldun Suðurlandsvegar

skrifað 20. mar 2009

Kynningarfundur um fyrirhugaða tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur og austur fyrir Selfoss verður haldinn í Grunnskólanum í Hveragerði miðvikudaginn 25. mars nk. kl. 20:00.

Dagskrá:


1. Setning fundarins.
Eyþór H. Ólafsson, formaður bæjarráðs og formaður skipulags- og byggingarnefndar.

2. Áform Vegagerðarinnar um tvöföldun Suðurlandsvegar.
Árni Bragason, verkfræðistofunni Eflu ehf og Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi.

3. Aðalskipulag Hveragerðis - breytingartillaga.
Oddur Hermannsson, Landform ehf.

4. Fyrirspurnir.

Fulltrúar Hveragerðisbæjar og Vegagerðarinnar svara fyrirspurnum (Eyþór H. Ólafsson, Oddur Hermannsson, Svanur Bjarnason, Árni Bragason, Guðmundur F. Baldursson).

Fundarstjóri Guðmundur F. Baldursson, skipulags- og byggingarfulltrúi.


[Smellið hér til að opna aðalskipulagsuppdrátt, sem sýnir núverandi aðalskipulag í Hveragerði vestan Varmár og breytingartillögu við það skipulag.][1]

Aldís Hafsteinsdóttir
bæjarstjóri