Sumarstörf hjá Hveragerðisbæ

skrifað 06. mar 2009

Hveragerðisbær auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar: Menningar-, íþrótta- og frístundamál Yfirstjórnun á sumarnámskeiði barna. Hæfniskröfur: Íþróttafræðingur Starfsmenn vantar: - á gæsluvöll og í skólagarða - á sumarnámskeið barna - í vinnuskóla Afleysingar við sundlaugina í Laugaskarði. Hæfniskröfur: Æskilegur aldur 20 ára og eldri. Kröfur um kunnáttu í skyndihjálp og mikla ábyrgðartilfinningu. Nánari upplýsingar gefur menningar- og frístundafulltrúi í síma 483-4000. **Bæjarskrifstofa** Afleysing á bæjarskrifstofu. Hæfniskröfur: Æskilegur aldur 20 ára og eldri. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða þjónustulund ásamt góðri almennri tölvukunnáttu (Word, Excel). Nánari upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 483-4000. Mannvirkja- og umhverfismál Verkstjóri garðyrkju og umhirðu. Verkstjóri er yfirflokkstjóri vinnuskóla og vinnur náið með mannvirkja- og umhverfisfulltrúa að umhirðumálum í bæjarfélaginu. Hæfniskröfur: Æskilegur aldur 20 ára og eldri. Kröfur um sjálfstæð vinnubrögð og garðyrkjumenntun eða reynslu sem nýtist í starfi. Afleysingar í áhaldahúsi. Hæfniskröfur: Sjálfstæðra vinnubragða er krafist. Vélapróf nýtist vel í starfi. Nánari upplýsingar gefur mannvirkja- og umhverfisfulltrúi í síma 483-4000. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á bæjarskrifstofu, Sunnumörk 2. Umsóknum skal skila eigi síðar en miðvikudaginn 25. mars n.k.