MIÐSTÖÐ FÓLKS Í ATVINNULEIT opnar kl. 16 í dag

skrifað 06. mar 2009


Hveragerðisbær í samstarfi við Rauða Krossinn - Hveragerðisdeild opnar miðstöð fólks í atvinnuleit í Rauða Krosshúsinu að Austurmörk 7. Miðstöðin verður opin mánudaga og fimmtudaga frá kl 9-12. Þarna gefst fólki kostur á að koma saman og vinna að hugðarefnum sínum hvort heldur það er í félagsstarfi, listum eða leik. Það eru fyrst og fremst þeir sem nýta aðstöðuna sem munu móta starfið sem þar fer fram. Íþróttafélagið Hamar býður fólki í atvinnuleit að nýta sér líkamsræktarstöðina Laugasport frá kl 9 - 12 alla virka daga og einnig er frír aðgangur virka daga að sundlauginni í Laugarskarði frá kl 06.45 - 13.00. Þeir sem hafa áhuga á nýta sér þessa þjónustu sækja hvatakort í miðstöðina. Í miðstöðinni verður einnig boðið upp á ráðgjöf, námskeið, kynningar og tómstundaverkefni. Föstudaginn 6. mars kl 16.00 verður formleg opnun miðstöðvarinnar og kynning á starfsemi hennar. Allir velkomnir