PRJÓNAKAFFI í Bókasafninu

skrifað 27. feb 2009

PRJÓNAKAFFI í Bókasafninu í Hveragerði mánudagskvöldið 2. mars kl. 20-22.
Berglind Hafsteinsdóttir, sjóntækjafræðingur og prjónakona segir frá og sýnir hvað hún er að gera. Erla Eggertsdóttir kynnir bók sína Lærið að prjóna.
nokkur eintök af bókinni verða til sölu á góðu verði.
Allir velkomnir með handavinnuna sína á notalega kvöldstund.