Um ættleiðingar í Bókasafninu í Hveragerði miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20

skrifað 12. feb 2009

Sigrún María Kristinsdóttir, blaðamaður og meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við H.Í. kynnir bók sem hún er að skrifa um ættleiðingar á Íslandi, en hún vann m.a. að bókinni á meðan hún dvaldi í Varmahlíðarhúsinu í Hveragerði í desember s.l. Fróðlegt verður að heyra hvað hún hefur fram að færa. Sigrún María útskrifaðist með gráðu í ritlist og enskum bókmenntum frá Viktoríuháskólanum í Bresku Kólumbíu árið 2004. Hún hefur starfað sem blaðamaður bæði á Íslandi og í Kanada. Eftir kynninguna, sem hefst kl. 20, svarar Sigrún spurningum gesta.
Allir eru velkomnir. Kaffi í boði safnsins.