Opið hús hjá Hjálparsveit skáta

skrifað 11. feb 2009

Hjálparsveit skáta Hveragerði verður með opið hús í kvöld, miðvikudaginn 11. febrúar, að Austurmörk 9 í Hveragerði.
Húsið opnar kl 20:00 allir eru velkomnir.
Boðið verður upp á kynningar á björgunarjeppum, vélsleðum, fjallbjörgun, fyrstuhjálp, rústabjörgun, fjallamennsku og öðru sem við kemur Hjálparsveitarstarfi.
Myndasýning og kaffiveitingar verða á boðstólum.
Allir sem hafa einhvern áhuga á Hjálparsveit er hvattir til að láta sjá sig og kynna sér starfssemina okkar.

Með kveðju, félagar í Hjálparsveit skáta í Hveragerði