Göngum saman á laugardögum kl. 11

skrifað 06. feb 2009

Á laugardögum kl. 11:00 eru göngur frá sundlauginni í Laugaskarði. Gengið er í ca. 1 klst. Ekkert gjald og allir velkomnir. Gengið er undir merkjum Göngum saman en það er styrktarfélag sem hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar bæði til heilsueflingar og til að afla fjár í styrktarsjóð félagsins sem styrkir grunnrannsóknir á krabbameini í brjóstum. Vikulegar göngur félagsins eru opnar öllum áhugasömum, fylgist með tilkynningum um stað og stund á heimasíðunni, [www.gongumsaman.is][1]. [1]: http://www.gongumsaman.is/