Rannsókn á jógaþjálfun við einkennum streitu, þátttakendum að kostnaðarlausu

skrifað 05. feb 2009

Kolbrún Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði og jógakennari er að fara af stað með rannsókn á áhrifum reglubundinnar jógaiðkunar á streitu í kjölfar náttúruhamfara og efnahagskreppu. Kolbrún leitar eftir þátttakendum frá Selfossi og Hveragerði í rannsóknina, sem hefst um miðjan febrúar. Hún óskar eftir fólki á aldrinum 20 - 65 ára sem finnur fyrir einkennum streitu. Ekki er þörf á að vera í góðu formi líkamlega. Jógaþjálfunin er þátttakendum að kostnaðarlausu og fer fram tvisvar í viku í 6 vikur í 60 mín. í senn. Þeir sem vilja taka þátt í rannsókninni geta sett sig í samband við Kobrúnu í síma 861 6317.