Kynningarfundur um strætó Hveragerði - Reykjavík

skrifað 03. feb 2009

Strætó Hveragerði - Reykjavík Kynningarfundur um þjónustu og fyrirkomulag almenningssamgangna milli Hveragerðis og Reykjavíkur verður haldinn í sal Grunnskólans miðvikudaginn 4. febrúar n.k. og hefst kl. 20.00. Á fundinum munu fulltrúar frá Strætó bs. kynna þjónustuna, veita íbúum ráðgjöf í þessum málum og taka á móti ábendingum frá notendum þjónustunnar um það sem betur má fara. Íbúar eru hvattir til að mæta og kynna sér þessa tímamótaþjónustu í almenningssamgöngum. Hveragerðisbær