Sýndu hvað í þér býr! Námskeið í félagsmálafræðslu

skrifað 16. jan 2009

Sýndu hvað í þér býr!
Námskeið í félagsmálafræðslu á Selfossi 21. janúar
Námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið í Tíbrá á Selfossi 21.janúar. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00. Kennari á námskeiðinu er Sigurður Guðmundsson.
Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr." Hlutverk námskeiðsins er að sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.
Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsingar um verkefnið hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á og Sigurði í síma 861-3379 og á [sigurdur@umfi.is
][1]
[1]: mailto:sigurdur@umfi.is%20