Lista- og tungumálamiðstöð í Gónhól á Eyrarbakka

skrifað 09. jan 2009


OPIÐ HÚS í Gónhól laugardaginn 10. janúar kl. 14-16


Námskeiðin hefjast 12.janúar og verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 14.30-16.30 og einnig á þriðjudögum og fimmtudögum ef næg þátttaka fæst. 10 skipti kosta 12.900 krónur. Námskeiðin eru fyrir 5-12 ára börn. Önnur námskeið eru einnig í boði og verða auglýst síðar, sjá www.hux.is
Lögð verður áhersla á spænsku og ensku til að byrja með en síðan bætum við dönsku fljótlega við og síðan frönsku og þýsku þegar tóm gefst til. Mikil áhersla er á landfræði, mannfræði, jarðfræði og umhverfisvernd, listsköpun og leik.
Hver dagur hefst á samverustund þar sem við spjöllum saman um verkefni dagsins en síðan er innlögn og börnin búa til orðaforða sem tengist verkefnum miðvikudaganna sem eru verklegir. Ef við ætlum til að mynda út á strönd í sjóræningjaleik á miðvikudag, söfnum við orðum á spænsku eða ensku á mánudag og notum síðan á ströndinni. Ef við ætlum að elda paellu á miðvikudag, söfnum við orðum fyrir þá eldamennsku á mánudeginum. Hverjum degi ljúkum við svo með slökun í 10 mínútur áður en við förum heim.
Fyrsta mánudag í hverjum mánuði er sparifatadagur. Þá mæta börnin í sparifötunum og við förum í heimsókn, stundum á elliheimili, leikskóla, sjúkrahús eða safn. Þar sýna börnin heimatilbúin leikþátt, lesa eða syngja.
Síðasta miðvikudag í mánuði bökum við svo landafræðilummur. Við minnum á að þetta er þróunarstarf og allt getur breyst ef okkur langar til…